Female er samstarfsverkefni fimm landa sem vinna á sviði fræðslu og þjálfunar með áherslu á málefni tengd konum.

Meet the Partners

 

Vinnumálastofnun iá Íslandi stýrir verkefninu. Stofnunin sér um að þjónusta atvinnulaust fólk á Íslandi en sinnir einnig tveimur verkefum sem eru sérstaklega ætluð frumkvöðlakonum.  

Árlega sér stofnunin um styrkjaveitingar til frumkvöðlakvenna með góðar viðskiptahugmyndir og verkefni. Þessir styrkir eru veittir af velferðarráðuneytinu. 

Einnig sér stofnunin um Svanna-lánatryggingasjóð kvenna sem er í eigu þriggja aðila, velferðarráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt Reykjavíkurborg. Sjóðurinn er opinn konum sem reka fyrirtæki, og geta þær sótt um lán frá Landsbankanum með tryggingu úr sjóðnum. 

Ásdís Guðmundsdóttir

Guðrún Stella Gissurardóttir

 

Read more: The Directorate of Labour

Inova í Bretlandi er ráðgjafafyrirtæki sem býður upp á ráðgjafaþjónustu á sviði fjölbreytileika, jafnra tækifæra og frumkvöðla. Starfsfólk Inova hefur umfangsmikla reynslu í þróun verkefna á sviði fræðslu og perónulegrar uppbyggingar bæði í Bretlandi og á alþjóðavettvangi. Inova hefur þróað aðferðarfræðina “Fræðslu- og þjálfunarhringi” (Mentoring CirclesTM) sem notuð hefur verið til að styðja og efla persónulega hæfni þátttakenda. Inova er í forsæti fyrir WITEC, fyrstu samtök kvenna í Evrópu í SET (vísindi, verkfræði og tækni). Samtökin eru staðsett í 10 Evrópulöndum og hafa starfað í 20 ár. cience, Engineering and Technology) based in 10 European countries with 20 years of experience.

Marina Larios

Carolyn Usher

Read more: Inova Consultancy

ATAEM (Samtök frumkvöðla- og  sjálfstætt starfandi kvenna) voru stofnuð árið 2002 og eru samtök frumkvöðla- og sjálfstætt starfandi kvenna á Spáni. Markmið samtakanna er að styðja við sjálfstætt starfandi konur og gæta réttar og hagsmuna félagsmanna þeirra. Í samtökunum eru yfir þúsund meðlimir sem hafa aðgang að ráðgjöf, handleiðslu og þjálfun varðandi fyrirtækjarekstur. 

Samtökin vinna að því að efla frumkvöðlakonur og rekstur fyrirtækja þeirra í samvinnu við opinbera- og einkaaðila. Þá er sérstakri athygli beint að þeim konum sem hafa sérþarfir af einhverju tagi. 

 

Isabel Contreras Ocaña

Read more: Association of entrepreneur and self-employed woman

Kaunas Regional Innovation Center (KRIC) Litháen er opinber sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2003. Hjá stofnuninni er mikil reynsla er varðandi  nýsköpun í tæknigreinum og markaðsetningu hennar.   Markmið KRIC að vinna að viðskiptaþróun í tækniþróun og tækniyfirfærslu.  

KRIC  hvetur til nýsköpunar lítilla og meðalstórra fyrirtækja og býður fyrirtækjum stuðning á víðtæku sviði. 

Einnig skipuleggur stofnunin hin ýmsu verkefni og viðburði og stendur fyrir þjálfun og tæknilegum stuðningi til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja.  

KRIC er ein af tveimur nýsköpunarmiðstöðvum í Litháen sem bjóða upp á stuðningsþjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. 

Birute Velykiene

Vaiva Kelmelyte

Read more: Kaunas Regional Innovation Center (KRIC)

VITECO

VITECO er fyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir í fjarnámi sem miðar að því að yfirfæra þekkingu og hæfni.  

Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði á suður Ítalíu  hvað varðar fjarnámskerfi. Fyrirtækið hefur þróað sitt eigið fjarnámskerfi og hefur sérþekkingu á Dokeos opna hugbúnaðinum. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins tengist á starfsmenntun (VET) og þróun á netlausnum fyrir fjarnám.  Fyrirtækið þróað sérsniðin fjarnámskerfi með tilliti til sérþarfa viðskiptavina. 

Sérþekking fyrirtækisins hefur m.a. orðið til vegna þáttöku í margskonar fjarnámsverkefnum, bæði innanlands og á alþjóðavísu.  

Einkenni Viteco er þróun einfalda fjarnámslausna sem eru notendavæn og krefjast ekki mikillar kunnáttu notenda í upplýsingartækni.

 

Andrea Zalabaiova

Federica Lo Cascio

 

Read more: VITECO

Bifröst University

Bifröst University (BU) var stofnaður í Reykjavík árið 1918 og hét upphaflega Samvinnuskólinn en varð að Háskólanum í Bifröst 2006.  Fjölbreytt námsframboð er hjá skólanum og býður hann nemendum sínum nám í viðskiptum, lögfræði, og félagsvísindum, og undibýr þá fyrir ábyrgðar- og leiðtogastöður bæði á Íslandi og erlendis. Til viðbótar við akademískt nám starfrækir HB símenntunardeild sem býður upp á námskeið undir heitinu „Máttur kvenna“ frá 2003 sem miðast við að auka þekkingu verðandi frumkvöðlakvenna og kvenna sem sinna stjórnunarstörfum. Háskólinn á Bifröst er virkur í rannsóknum og hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum styrktum af Evrópusambandinu. Skólinn er þátttakandi í verkefni Sameinuðu þjóðanna PRIME (the Principles of Responsible Management Education). Í dag er nemendafjöldi  við Háskólann á Bifröst um 1300 manns.

Emma Björg Eyjólfsdóttir

Magnús Smári Snorrason

 

Read more: Bifröst University (BU)

Vertu þátttakandi í Female

Aðild að Female er ÁN ENDURGJALDS þar sem verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

 

Taktu þátt

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningar, notaðu formið til útfyllingar.

 

Hafðu samband