Um okkur

Markmið FEMALE verkefnisins er að styðja við frumkvöðlakonur í Evrópu sem hafa nýlega stofnað sitt eigið fyrirtæki, með því að styrkja færni þeirra og getu.  Ennfremur er markmið að hvetja frumkvöðlakonur til dáða með því að bjóða þeim aðgang að hagnýtum upplýsingum og styrkja tengslanetið með því að taka þátt í samfélagsmiðli frumkvöðlakvenna í Evrópu.  

Hver erum við?

FEMALE er samstarfsverkefni fimm Evrópulanda sem vinna að því að styðja við og styrkja frumkvöðlakonur. Samstarfsaðilar  eru Vinnumálastofnun og Háskólinn á Bifröst á Íslandi, Inova í Bretlandi, KRIC í Litháen, ATAEM á Spáni og Viteco á Ítalíu.

Smelltu hér til að skoða nánar upplýsingar um samstarfsaðila.

Af hverju FEMALE?

Hlutfall fyrirtækja í eigu kvenna í Evrópu er aðeins 30% að meðaltali sem þýðir að hæfileikar og færni kvenna er ekki nýtt til fullnustu á vinnumarkaðinum. Afleiðingin er sú að færri störf verða til og tíðni atvinnuleysis helst há meðal kvenna. Efnahagskreppan hefur varpað ljósi á þessar staðreyndir og ljóst er að þörf er á fleiri fyrirtækjum í eigu kvenna til að auka verðmætasköpun og fjölga störfum. 

Hvað gerir Female?

FEMALE er verkefni sem hefur það markmið að brúa það færnibil sem frumkvöðlakonur á Íslandi, Spáni,  Litháen, og Bretlandi standa frammi fyrir. Markmið okkar er að auka kunnáttu hlutlægrar hæfni (markaðsetningu, vöruþróun, fjármögnun,  bókhald, útflutning, netið 2.0 og samfélagsmiðlar), og huglægrar hæfni með því að nota aðferðarfræði þátttökunáms (action learning).  Ennfremur taka þáttakendur þátt í svokölluðum fræðslu og þjálfunarhringjum (mentoring circles) 

 

Í janúar 2015 ætlum við að bjóða frumkvöðlakonum, á Íslandi, Spáni, Litháen og Bretlandi, sem nýlega hafa stofnað fyrirtæki,  að taka þátt í GO4IT vinnustofunni, þar sem farið er í hagnýta námsþætti í fyrirtækjarekstri og   sjálfstraustið styrkt.   Aðrar konur geta einnig skráð sig á vefsíðu okkar, og fá þær þá aðgang að tengslanetinu ásamt fleira efni á síðunni.

Á vefsíðunni má einnig finna hagnýta handbók fyrir frumkvöðlakonur sem gefin verður út 2015.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um GO4IT.

Vertu þátttakandi í Female

Aðild að Female er ÁN ENDURGJALDS þar sem verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

 

Taktu þátt

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningar, notaðu formið til útfyllingar.

 

Hafðu samband