Trainers Iceland

Back

KatrínMaríaAndrésdóttir – Markaðsmál

Katrín María útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1988 og lauk seinna BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er nú að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði um árabil hjá Rauða krossi Íslands, og svo hjá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra sem atvinnuráðgjafi og framkvæmdastjóri. Hún hefur einnig kennt í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hjá Háskólanum á Hólum. Í byrjun ársins 2015 hóf hún störf hjá Samtökum grænmetisbænda á Íslandi.

 

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir – Vöruþróun

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er með MPM, meistarpróf í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og BA í iðnhönnun frá Design Academi Eindhoven ásamt því að hafa lokið burtfararprófi í húsgagnasmíði úr Tækniskólaunum í Reykjavík. Frá árinu 2005 hefur Guðrún rekið hönnunarfyrirtækið Studiobility, stofnað vörumerkið Bility og tekið að sér margvísleg verkefni fyrir erlenda og innlenda aðili. Hún hefur þróað og leiðbeint á námskeiðum við Listaháskóla Íslands, haldið fjöldan allan af fyrlestrum og verið prófdómari bæði hérlendis og erlendis. Umfjallanir um verk hennar hafa birst víða um heim í helstu bókum, tímaritum og vefmiðlum sem fjalla um strauma og stefnur í hönnun.

 

Einar Þ. Eyjólfsson – Fjármál

Einar Þ. Eyjólfsson lauk Íþróttakennaranámi frá KHÍ árið 1999. Árið 2000 hóf hann BS nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst sem hann lauk árið 2003 og tveimur árum síðar lauk hann MA námi frá sama skóla. Einar hefur starfað hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi frá árinu 2011 sem atvinnuráðgjafi en þar á undan starfaði hann sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Arionbanka. Frá árinu 2010 hefur hann kennt fjármál á námskeiðinu Máttur kvenna við Háskólann á Bifröst.

 

 

Geirlaug Jóhannsdóttir – Útflutningur

Geirlaug Jóhannsdóttir er aðjúnkt við viðskiptasvið Háskólans á Bifröst. Hún starfaði sem verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015 fyrir Háskólann á Bifröst. Hún hefur BS gráðu í rekstrarfræðum frá Samvinnuháskólanum á Bifröst og MBA gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Geirlaug starfaði sem forstöðumaður símenntunar við Háskólann á Bifröst á árunum 2005-2013. Þar hafði hún m.a. umsjón með námsbrautunum Diplómanám í verslunarstjórnun, Máttur kvenna, Sterkari stjórnsýsla og Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu. Á árunum 1999-2004 starfaði hún sem fræðslustjóri Alcan á Íslandi.

 

Bragi Þór Antoníusson – Samfélagsmiðlar

Bragi lærði HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) á Bifröst og er að skrifa meistararitgerð í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskiptum við Háskóla Ísland þar sem hann fékk meðal annars hæstu einkunn í lokaprófi í markaðssetningu á netinu.   Bragi hefur komið víða við í markaðsmálum og vann um nokkura ára skeið við að framleiða sjónvarps og útvarpsauglýsingar hjá framleiðslufyrirtækinu Kapital. Í dag starfar Bragi sem ráðgjafi hjá Kapli Markaðsráðgjöf. Kapall sérhæfir sig í markaðsráðgjöf fyrir stór og meðalstór fyrirtæki. Stefnumótun, markhópagreiningar, þarfagreiningar, uppbygging vefsvæða, markaðsherferðir, leitavélabestun, greining gagna, markaðsrannsóknir og gerð auglýsinga eru helstu verksvið Kapals og hjá Kapli hefur Bragi unnið að stefnumótun í markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum landsins.  Bragi á einnig, ásamt fjölskyldu sinni, fyrirtæki sem undanfarin tvö ár hefur verið valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins og þekkir því vel hvernig er að vera beggja vegna borðsins

 

Vilmar Pétursson - Stefnumótun

Vilmar Pétursson er menntaður í Evrópustjórnun frá Norska stjórnunarháskólanum í Noregi en hefur auk þess BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Hann hefur kennt hjá Háskóla Íslands, starfað hjá Capacent sem ráðgjafi og verið verkefnastjóri í Evrópuverkefnum hjá Samtökum Iðnaðarins og unnið sem félagsráðgjafi. Vilmar hefur starfað sem mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar frá árinu 2013.

 

 

Ásdís Guðmundsdóttir – Persónuleg færni

Ásdís Guðmundsdóttir hefur BA próf í félags- og fjölmiðlafræði frá HÍ og M.Sc í stjórnun frá Háskólanum í Bifröst. Hún hefur einnig próf í alþjóðastjórnun frá EAE háskólanum í Barcelona. Hún hefur sinnt ýmsum störfum í gegnum tíðina, starfað á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Skagafirði, kennt félagsfræði við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og starfað sem námsráðgjafi hjá Árskóla á Sauðárkróki. Hún hefur einnig kennt ensku og sjálfsstyrkingu fyrir Farskólann á Norðurlandi vestra Hún er verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun og sinnir verkefnum tengdum frumkvöðlum, s.s styrkjum til atvinnumála kvenna, Svanna-lánatryggingasjóði kvenna, Þróun eigin viðskiptahugmyndar fyrir atvinnulausa einstaklinga og er einnig verkefnastjóri í Female verkefninu.

 

Guðrún Stella Gissurardóttir – Persónulegfærni

Guðrún Stella Gissurardóttirermenntuðsemkennari (1992) ognáms- ogstarfsráðgjafi (2004) fráHáskólaÍslandsogeraðljúkameistaranámi í starfsráðgjöffrá HÍ. Húnhefureinniglokiðframhaldsnámi í FræðslustarfiogstjórnunfráHáskólaÍslands (2004), tveggjaáranámi í fullorðinsfræðslufrá NFA ogRoskildse University Centre (1998) ogeinsársframhaldsnámi í Hugrænniatferlismeðferð. Þástundaðihúnnám í tvöár í lagadeildHáskólaÍslands. Starfsreynsla hennar er einkum á sviði kennslu, ráðgjafar og stjórnunar. Hún hefur verið kennari og skólastjóri í grunnskóla (Holtsskóla og Grsk. Bolungarvíkur) og unnið sem kennari á sviði fullorðinsfræðslu og sem stundakennari í háskóla. Frá 1998 hefur Guðrún verið forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum. Hún hefur einnig stofnað eigin fyrirtæki á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu (Þuríður sundafyllir ehf) og einnig í gistiferðaþjónustu ásamt fjölskyldu sinni. Hún er einnig félagslegur frumkvöðull og hefur stofnað eða haft frumkvæði að stofnun ýmissa fyrirtækja og félaga í samstarfi við aðra m.a. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða ATVEST hf, Fjölmenningarseturs, At-kvenna ses, Skólastjórafélags Vestfjarða, Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstövar Vestfjarða, Starfsendurhæfingu Vestfjarða og Stjórnmálafélagsis Máttur meyja og manna (xM) og hefur mikla félagsmálareynslu og er nú m.a. í bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupsstaðar ásamt öðrum félags- og trúnaðarstörfum. Guðrún hefur langa og góða reynslu af störfum í Evrópuverkefnum bæði sem þátttakandi og stjórnandi. Árið 2000 fékk hún viðurkenninguna Auður í Krafti kvenna sem samfélagsfrumkvöðull.

 

Share Button